Ein algengasta áskorun stjórnenda er að nýta tímann sinn vel og forgangsraða verkefnum án þess að það komi niður á andlegri heilsu. Á þessu námskeiði er farið yfir hagnýt ráð varðandi skipulag, skilvirkni, verkefnadreifingu, forgangsröðun, vinnulag og algenga tímaþjófa sem auðvelda einstaklingum að ná auknum árangri á manneskjulegan hátt.


ÁVINNINGUR

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

• Geta aukið framleiðni án þess að finna fyrir kulnunareinkennum.

• Geta forgangsraðað og lagt áherslu á mikilvægustu verkefnin.

• Hafa öðlast færni í að dreifa verkefnum á árangursríkan hátt.

• Þekkja helstu tímaþjófa og hvernig vinna má með þá.

• Hafa aukið samræmingu starfs og einkalífs

• Upplifa minni streitu og meiri verkgleði